IKEA Iceland app for iPhone and iPad


4.4 ( 6944 ratings )
Lifestyle Shopping
Developer: Inter IKEA Systems B.V.
Free
Current version: 3.3.3, last update: 3 months ago
First release : 03 Aug 2022
App size: 146.93 Mb

Sýn IKEA er að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Með þessu appi getur þú leitað að vörum, skoðað upplýsingar um þær, búið til óskalista, innkaupalista og pantað. Appið auðveldar þér einnig að fylgjast með fréttum, tilboðum og sækja þér innblástur.

Leit
Í appinu er afar auðvelt að finna vörur og upplýsingar um þær. Þar finnur þú einnig fréttir, tilboð, leiki og fleira sem þú vilt ekki missa af.

Óskalisti
Ef þú þarft umhugsunarfrest áður en þú verslar vöru getur þú sett hana á óskalista, bæði af vörusíðu og hugmyndasíðu. Þú getur einnig skannað vörur í búðinni með appinu og sett þær á listann.

Innblástur
Sæktu þér innblástur og skoðaðu fjölbreyttar hugmyndir. Sláðu inn leitarorð, merktu við það sem heillar þig og deildu því svo með öðrum!

Verslaðu heima hjá þér
Verslaðu í rólegheitum heima þegar þér hentar. Nú er enn auðveldara að panta vörur og heimsendingu. Í appinu getur þú vistað heimilisfang og valið afhendingartíma.